Fundur forsætisráðherra með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund í Lundúnum með Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Á fundinum var fjallað um ástand og horfur í alþjóðlegum efnahags- og fjármálum og áhrif breyttra aðstæðna á fjámálamarkaði á Íslandi og í Bretlandi. Þá var ákeðið að ljúka gerð viljayfirlýsingar Íslands og Bretlands um öryggismálasamstarf á friðartímum sem feli í sér reglulegt samráð og samræmingu auk þess sem lýst var áhuga breskra stjórnvalda á þáttöku í loftrýmiseftirliti yfir Íslandi. Forsætisráðherrarnir ræddu einnig Evrópumál, loftlags- og orkumál, hvalveiðar og framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Loks fóru þeir yfir gang viðræðna um skiptingu Hatton-Rockall svæðisins.
Reykjavík 24. apríl 2008