Sjávarútvegssýning í Brussel 22.-24. apríl 2008
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sótti í vikunni sjávarútvegssýninguna í Brussel. Þetta er í sextánda sinn sem efnt er til sýningarinnar sem er stærsta fagsýning í heimi á sviði sjávarútvegs. Meira en 1600 fyrirtæk frá um 80 löndum taka þátt í henni. Á fjórða tug íslenskra fyrirtækja kynntu starfsemi sína við þetta tækifæri, en sýningin hófst á þriðjudag og lauk í gær. Í fyrra sóttu 24.000 gestir hana frá 140 löndum. Búist var við enn fleirum í ár.
Hérna má sjá myndir af sýningunni.