Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2008 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Nepal

Dr Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti í dag, 30 apríl, G. P. Koirala, forsætisráðherra Nepal, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Nepal með aðsetur í Nýju Delí.

Við athöfnina, sem fram fór í Kathmandu, færði sendiherrann forsætisráðherranum árnaðaróskir vegna nýafstaðinna kosninga til stjórnlagaþings í Nepal sem hann kvaðst vona að skapaði forsendur fyrir varanlegum stöðugleika og friði í landinu.

Rætt var um tvíhliða samskipti ríkjanna og gerði sendiherrann m.a. grein fyrir áhuga íslenskra fyrirtækja á þátttöku í virkjun vatnsafls í Nepal og möguleikum í ferðaþjónustu.

Í viðræðunum nefndi sendiherra framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en það kemur í hlut nýrrar ríkistjórnar að taka ákvörðun um stuðning við framboðið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta