Úthlutun úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna 2008
Úthlutað hefur verið styrkjum þessa árs úr sjóðnum Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Norska Stórþingið samþykkti í tilefni ellefu alda afmælis Íslandsbyggðar 1974 að færa Íslendingum eina milljón norskra króna að gjöf í ferðasjóð. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins skal ráðstöfunarfénu, vaxtatekjum af höfuðstól, varið til að styrkja hópferðir Íslendinga til Noregs.
Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum 1976 og fór nú fram þrítugasta og önnur úthlutun. Ráðstöfunarfé sjóðsins var að þessu sinni rúmlega 1 milljón króna. Styrkumsóknir voru 18, en samþykkt var að styrkja eftirtalda aðila: vegaHÚSIÐ - Menningarmiðstöð ungs fólks á Austurlandi, Gallerí Bláskjá, Félag heyrnarlausra, Prestafélag hins forna Hólastiftis, Unglingasmiðjuna Tröð og framhaldsnema og starfsfólk í fiskifræðihópi Háskóla Íslands.
Reykjavík, 2. maí 2008