Alþjóðlegur samráðsfundur um landnotkun í viðbrögðum við loftslagsvandanum.
Samráðsfundur um landnotkun í tengslum við viðbrögð við loftslagsbreytingum hófst á Íslandi í gær og lýkur á morgun. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði gesti í upphafi fundar og fjallaði um stöðu Íslands í þessum málaflokki. Fulltrúar ríkja sem hafa tekið á sig skuldbindingar samkvæmt Kyoto-bókuninni taka þátt í fundinum auk boðsgesta frá alþjóðlegum samtökum, stofnunum og þróunarríkjum. Fundarmenn eru á níunda tuginn.