Fyrsti samráðsfundur Íslands og Bandaríkjanna um öryggis- og varnarmál
Fundur þessi var haldin í kjölfar fundar utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna þann 10. apríl sl. og er hluti af reglubundnu samráði ríkjanna um öryggis- og varnamál. Gert er ráð fyrir að samráð af þessu tagi fari fram a.m.k. árlega.
Fundinn sátu fyrir hönd Íslands fulltrúar utanríkis-, forsætis- og dómsmálaráðuneyta, auk sendiráðs Íslands í Washington. Fyrir hönd Bandaríkjanna sátu fundinn fulltrúar utanríkis-, varnarmála-, heimavarnar og dómsmálaráðuneyta, auk fulltrúa Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna, Bandarísku strandgæslunnar og Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI).
Á fundinum voru m.a. rædd tvíhliða varnarsamstarf ríkjanna á breiðum grunni, niðurstöðu leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins í Búkarest, öryggismál á norðurslóðum, aðgerðir alþjóðasamfélagsins í Afganistan, auk annarra alþjóðaöryggismála.