Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-mars 2008
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri jákvætt um 37,8 ma.kr. innan ársins, sem er 7,4 ma.kr. hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust 9,4 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 7,9 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 35,5 ma.kr., en var neikvæður um 1,7 ma.kr. á sama tíma í fyrra.
Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–mars 2006-2008
|
Í milljónum króna |
||||
|
2004 |
2005 |
2006 |
2007 |
2008 |
Innheimtar tekjur |
64.635 |
79.449 |
99.707 |
118.420 |
127.835 |
Greidd gjöld |
65.039 |
70.255 |
73.891 |
85.628 |
93.577 |
Tekjujöfnuður |
-404 |
9.194 |
25.816 |
32.792 |
34.259 |
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. |
- |
- |
- |
- |
- |
Breyting viðskiptahreyfinga |
-838 |
108 |
-2.730 |
-2.434 |
3.504 |
Handbært fé frá rekstri |
435 |
9.301 |
23.086 |
30.357 |
37.763 |
Fjármunahreyfingar |
3.177 |
6.210 |
-2.529 |
-32.020 |
-2.306 |
Hreinn lánsfjárjöfnuður |
3.611 |
15.511 |
20.557 |
-1.663 |
35.457 |
Afborganir lána |
-13.950 |
-11.404 |
-9.096 |
-31.921 |
-808 |
Innanlands |
-57 |
-2.220 |
-9.096 |
-20.810 |
-704 |
Erlendis |
-13.893 |
-9.184 |
- |
-11.111 |
-104 |
Greiðslur til LSR og LH |
-1.875 |
-850 |
-990 |
-990 |
-990 |
Lánsfjárjöfnuður, brúttó |
-12.214 |
3.257 |
10.471 |
-34.574 |
33.659 |
Lántökur |
34.626 |
1.094 |
1.532 |
43.753 |
-322 |
Innanlands |
14.240 |
-3.831 |
1.532 |
39.362 |
-322 |
Erlendis |
20.387 |
4.925 |
- |
4.391 |
- |
Breyting á handbæru fé |
5.064 |
4.351 |
12.003 |
9.180 |
33.337 |
Innheimtar tekjur á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 128 ma.kr. sem er 7,2% meira en á sama tíma 2007. Þar af námu skatttekjur og tryggingargjöld rúmum 119 ma.kr. og jukust um 6,7% að nafnvirði milli ára eða 2,4% umfram verðbólgu. Aðrar rekstrartekjur námu rúmum 7 ma.kr. og jukust um 10,5% en þær samanstanda einkum af vaxtatekjum og sölutekjum af vöru og þjónustu. Loks nam eignasala ríkissjóðs rúmum einum milljarði á greiðslugrunni í mars.
Skattar á tekjur og hagnað námu tæpum 54 ma.kr. og jukust um 8,7% milli ára. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 23,1 ma.kr og jókst um 0,5% að nafnvirði frá fyrra ári. Tekjuskattur lögaðila nam 4,8 ma.kr. og minnkaði um 11,5% milli ára. Skattur af fjármagnstekjum nam 25,8 ma.kr. en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar hvert ár. Innheimtur fjármagnstekjuskattur á tímabilinu jókst um 22,9% milli ára. Eignarskattar drógust saman um 16% frá fyrra ári og sjást þar merki samdráttar á fasteignaviðskiptum, en stimpilgjöld sem námu 800 m.kr. í mars í fyrra námu nú aðeins 484 m.kr. á mánuðinum.
Innheimta almennra veltuskatta nam tæpum 51 ma.kr. á fyrstu þremur mánuðunum ársins sem samsvarar 2,4 ma.kr. aukningu milli ára eða aðeins 0,7% hækkun að raunvirði (umfram hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis). Þegar litið er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunhækkun veltuskatta 6,1% á ársgrundvelli. Stærsti hluti veltuskattanna (um 70%) er virðisaukaskattur og skilaði hann 9,3 ma.kr. í mars sem er tæpum milljarði minna að krónutölu en í sama mánuði í fyrra. Talsverð umskipti koma fram í innheimtutölum um virðisaukaskatt sl. tveggja mánaða eftir mikla innheimtu í janúar sl. Aðrir veltuskattar skiluðu ríkissjóði 15,5 ma.kr. í tekjur á tímabilinu, rúmum 2 ma.kr. meira en í fyrra, tollar skiluðu 1,9 ma.kr. og tryggingagjöldin 10,3 ma.kr. Innheimta veltuskatta það sem af er ári er nokkru meiri en reiknað var með í tekjuáætlun ársins en á móti kemur heldur minni innheimta tekjuskatta.
Greidd gjöld námu tæpum 94 ma.kr. og jukust um 8 ma.kr. frá fyrra ári, eða 9,3%. Milli ára jukust útgjöld mest til heilbrigðismála, um 1,8 milljarð króna eða 8,3% og til menntamála um 1,3 ma.kr. eða 12,5%. Hlutfallslega er mest hækkun milli ára á liðnum varnarmál, en Ratsjárstofnun kemur sem ný stofnun undir þennan lið nú á þessu ári.
Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er jákvæður um 33,6 ma.kr. eftir fyrsta ársfjórðung, en lánsfjárþörfin var 34,6 ma.kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 35,5 ma.kr. fyrstu þrjá mánuðina, en var neikvæður um 1,7 ma.kr. á sama tíma í fyrra.
Tekjur ríkissjóðs janúar-mars 2006-2008
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
||||
|
2006 |
2007 |
2008 |
|
2006 |
2007 |
2008 |
Skatttekjur og tryggingagjöld |
94.593 |
111.812 |
119.261 |
|
25,9 |
18,2 |
6,7 |
Skattar á tekjur og hagnað |
41.004 |
49.294 |
53.593 |
|
40,0 |
20,2 |
8,7 |
Tekjuskattur einstaklinga |
19.592 |
22.968 |
23.079 |
|
11,5 |
17,2 |
0,5 |
Tekjuskattur lögaðila |
7.475 |
5.369 |
4.754 |
|
249,0 |
-28,2 |
-11,5 |
Skattur á fjármagnstekjur |
13.937 |
20.957 |
25.760 |
|
45,4 |
50,4 |
22,9 |
Eignarskattar |
3.032 |
2.713 |
2.279 |
|
-16,3 |
-10,5 |
-16,0 |
Skattar á vöru og þjónustu |
40.683 |
48.276 |
50.677 |
|
20,5 |
18,7 |
5,0 |
Virðisaukaskattur |
27.511 |
35.000 |
35.229 |
|
25,1 |
27,2 |
0,7 |
Vörugjöld af ökutækjum |
2.677 |
1.809 |
3.193 |
|
32,1 |
-32,4 |
76,5 |
Vörugjöld af bensíni |
2.279 |
2.218 |
2.079 |
|
11,7 |
-2,7 |
-6,3 |
Skattar á olíu |
1.630 |
1.865 |
2.006 |
|
-24,9 |
14,4 |
7,6 |
Áfengisgjald og tóbaksgjald |
2.491 |
2.592 |
2.744 |
|
5,2 |
4,1 |
5,9 |
Aðrir skattar á vöru og þjónustu |
4.095 |
4.792 |
5.426 |
|
29,5 |
17,0 |
13,2 |
Tollar og aðflutningsgjöld |
854 |
1.387 |
1.900 |
|
26,9 |
62,4 |
37,0 |
Aðrir skattar |
174 |
259 |
552 |
|
8,2 |
48,7 |
113,0 |
Tryggingagjöld |
8.845 |
9.884 |
10.260 |
|
16,1 |
11,7 |
3,8 |
Fjárframlög |
220 |
205 |
27 |
|
43,9 |
-6,7 |
-86,9 |
Aðrar tekjur |
4.877 |
6.683 |
7.385 |
|
19,2 |
37,0 |
10,5 |
Sala eigna |
14 |
501 |
1.162 |
|
- |
- |
- |
Tekjur alls |
99.704 |
119.201 |
127.835 |
|
25,5 |
19,6 |
7,2 |
Gjöld ríkissjóðs janúar–mars 2006-2008
|
Milljónir króna |
|
Breyting frá fyrra ári, % |
|||
|
2006 |
2007 |
2008 |
|
2007 |
2008 |
Almenn opinber þjónusta |
9.320 |
11.337 |
12.371 |
|
21,6 |
9,1 |
Þar af vaxtagreiðslur |
2.524 |
3.506 |
3.520 |
|
38,9 |
0,4 |
Varnarmál |
166 |
158 |
405 |
|
-4,8 |
156,3 |
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál |
3.240 |
4.143 |
5.123 |
|
27,9 |
23,7 |
Efnahags- og atvinnumál |
8.898 |
11.384 |
11.718 |
|
27,9 |
2,9 |
Umhverfisvernd |
655 |
860 |
742 |
|
31,3 |
-13,7 |
Húsnæðis- skipulags- og veitumál |
107 |
114 |
130 |
|
6,5 |
14,0 |
Heilbrigðismál |
19.319 |
21.666 |
23.475 |
|
12,1 |
8,3 |
Menningar-, íþrótta- og trúmál |
3.714 |
4.378 |
4.853 |
|
17,9 |
10,8 |
Menntamál |
9.640 |
10.525 |
11.845 |
|
9,2 |
12,5 |
Almannatryggingar og velferðarmál |
16.476 |
19.249 |
20.226 |
|
16,8 |
5,1 |
Óregluleg útgjöld |
1.493 |
1.814 |
2.688 |
|
21,5 |
48,2 |
Gjöld alls |
73.029 |
85.628 |
93.577 |
|
17,3 |
9,3 |