Úthlutun úr Þróunarsjóði leikskóla árið 2008
Úthlutað hefur verið úr Þróunarsjóði leikskóla fyrir skólaárið 2008-2009. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leikskólum með hliðsjón af aðalnámskrá leikskóla. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í leikskólastarfi.
Í janúar sl. var auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna á tveimur forgangssviðum:
- Hvernig læra leikskólabörn?
- Barnamenning - leikir og listir leikskólabarna.
Auk þess var auglýst eftir almennum þróunarverkefnum.
Þriggja manna úthlutunarnefnd metur umsóknir og gerir tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Í nefndinni eru fulltrúar frá Kennaraháskóla Íslands, Félagi leikskólakennara og menntamálaráðuneyti. Umsýsla með Þróunarsjóði leikskóla er í höndum ráðuneytisins og SRR (Símenntun, rannsóknir, ráðgjöf).
Menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu úthlutunarnefndar, að veita styrki til eftirtalinna 9 verkefna skólaárið 2008-2009:
Verkefni | Styrkþegi |
Upphæð |
A. Hvernig læra leikskólabörn? | ||
Fjörulallar, það erum við | Leikskólinn Bakki |
750.000 |
Heimspeki og tónlist | Leikskólinn Vallarsel |
900.000 |
High/Scope - virkt nám á fyrsta skólastigi | Leikskólarnir Mánagarður, Sólgarður og Leikgarður |
700.000 |
Samfélagið í einingakubbum | Leikskólinn Brákarborg |
500.000 |
B. Barnamenning - leikir og listir leikskólabarna | ||
Frá gráma til gleði: Skólalóðin okkar | Náttúruleikskólinn Krakkakot |
900.000 |
Breitt og fjölbreytt tónlistarstarf - framhaldsverkefni | Leikskólinn Urðarhóll |
400.000 |
C. Önnur verkefni | ||
Leikskólakennarar ígrunda og rýna í eigið starf | Leikskólinn Tjarnarsel |
300.000 |
Mál fyrir alla - málþjálfunarefni fyrir börn á leikskólaaldri | Sigurlaug V. Einarsdóttir |
200.000 |
Samstarf Ægisborgar og KR - Hreyfing, leikur, heilsubót | Leikskólinn Ægisborg |
400.000 |
Alls |
5.050.000 |