Hoppa yfir valmynd
13. maí 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðslegs ofbeldis hefur verið þýdd á ensku

Félags- og tryggingamálaráðuneyti hefur látið þýða aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis á ensku. Þýðingin er aðgengileg á heimsíðu ráðuneytisins.

Árið 2006 var samin aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis sem tekur til áranna 2006 til 2011 á vettvangi samráðsnefndar félagsmálaráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við gerð áætlunarinnar voru meðal annars höfð til hliðsjónar drög frjálsra félagasamtaka að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi sem var send einstökum fagráðherrum í kjölfar 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi árið 2004.

Nú hefur aðgerðaáætlunin verið þýdd á ensku og er nú aðgengileg á íslenska og enska vef ráðuneytisins.

Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis

Plan of Action to deal with Domestic and Sexcual Violence (PDF, 131KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta