Hoppa yfir valmynd
13. maí 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Málþing um menntun til sjálfbærrar þróunar

Umhverfisfræðsluráð
Umhverfisfræðsluráð

Efnt verður til málþings um menntun til sjálfbærrar þróunar í Kennaraháskólanum í Reykjavík næstkomandi föstudag. Það eru umhverfisfræðsluráð og menntamálaráðuneytið sem boða til málþingsins í samvinnu við rannsóknarhóp Kennaraháskólans og Háskólans á Akureyri. Rannsóknarhópurinn vinnur nú að rannsóknar- og þróunarverkefninu GETA til sjálfbærni - menntun til aðgerða.

Málþingið er opið öllum og aðgangur er ókeypis. Þess er óskað að þátttaka sé tilkynnt með því að senda póst á [email protected].

Inngangserindi málþingsins flytur Kennert Orlenius lektor frá Svíþjóð. Í málstofum munu kennarar í leik-, grunn- og framhaldsskólum og fulltrúar sveitafélaga og frjálsra félagasamtaka kynna og ræða um verkefni og aðgerðir sem stuðlað gætu að menntunar til sjálfbærrar þróunar. Í kjölfarið verða pallborðsumræður um hvernig sjálfbær þróun getur orðið viðmið í íslensku skólastarfi. Að endingu verður boðið upp á léttar veitingar.

Dagskrá:

12.30. Opnun – Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu menntamála. Menntamálaráðuneyti.
12.45. Geta til sjálfbærni – menntun til aðgerða, Stefán Bergmann dósent við Kennaraháskóla Íslands.
13.00. Education for Sustainable development. Values in education and education in values, Kennert Orlenius lektor við Högskolan Skövde í Svíþjóð.
13.45. Neytendavitund og menntun til sjálfbærrar þróunar: Evrópusamstarf um fræðslu og námsefnisgerð. Sjöfn Guðmundsdóttir Menntaskólanum við Sund.
14.15. Málstofur: Hvernig má útfæra menntun til sjálfbærrar þróunar?

Dagskrá málþings um menntun til sjálfbærrar þróunar

 
15.30. Pallborðsumræður: Samantekt – hvernig getur sjálfbær þróun orðið viðmið í skólastarfi, undir stjórn Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar prófessors við Háskólann á Akureyri.
16.30. Léttar veitingar og spjall.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta