Málflutningur Íslands á 16. fundi nefndar SÞ um sjálfbæra þróun (CSD)
Sextándi fundur nefndar SÞ um sjálfbæra þróun (Commission on Sustainable Development - CSD) stóð yfir dagana 5. til 16. maí 2008. Fastafulltrúi Íslands kynnti, mánudaginn 5. maí, ráðstefnu um sjálfbæra þróun smárra eyríkja, sem utanríkisráðuneytið efndi til á Barbados í mars sl. Á sérstökum fundi 8. maí, þar sem fjallað var um þurrka og landeyðingu, flutti fulltrúi umhverfisráðuneytisins ávarp um tilraunaverkefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Landgræðslu ríkisins þar sem þekkingu íslenskra sérfæðinga í baráttunni við landeyðingu er miðlað til starfsbræðra þeirra í þróunarríkjum. Mánudagurinn 12. maí var sérstaklega tileinkaður smáum eyríkjum. Við það tilefni flutti varafastafulltrúi Íslands ávarp þar sem hann sagði frá þróunarsamstarfi Íslands og smárra eyríkja. Ræðurnar þrjár fylgja hjálagt (á ensku).
- Ráðstefna um sjálfbæra þróun smárra eyríkja (PDF - 153 Kb)
- Tilraunaverkefni Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Landgræðslu ríkisins (PDF - 103 Kb)
- Þróunarsamstarf Íslands og smárra eyríkja (PDF - 100 Kb)