Öldruðum á biðlistum eftir langtímavistun fækkar ört
Bið aldraðra á Landspítala eftir langtímavistun heyrir nánast sögunni til. Nú bíða aðeins um 20 manns eftir vistun en þeir hafa lengst af verið um eitt hundrað. Öldruðu sem bíða eftir langtímavistun og hafa verið á hinum ýmsum deildum Landspítala hefur fækkað mjög undanfarnar vikur. Það sem fyrst og fremst skýrir þessa breytingu er sú staðreynd að Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, breytti á haustmánum reglugerð um vistunarmat, fækkaði nefndunum og herti þar mjög á öllum verkferlum og faglegum sjónarmiðum við það. Reglugerðin er nr. 1262/2007. Markmið með reglugerðabreytingunni var að stuðla að auknu samræmi við gerð vistunarmats og tryggja eins og kostur væri faglegar og samanburðarhæfar niðurstöður vistunarmats um allt land. Breytingin var gerð m.a. með hliðsjón af ábendingum Ríkisendurskoðunar í stjórnsýsluúttekt á þjónustu við aldraða. Innlagnarstjóri Landspítala þakkar reglugerðarbreytingunni umskiptin sem orðin eru á LSH hvað varðar bið aldraðra eftir langtímavistun og býst við að enn fækki þeim sem bíða.