Hoppa yfir valmynd
18. maí 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Komin er út skýrslan Ungt fólk 2007 - Framhaldsskólanemar

Í skýrslunni gefur að líta niðurstöður rannsókna meðal framhaldsskólanema á Íslandi sem unnin var að beiðni menntamálaráðuneytisins í októbermánuði árið 2007.

Ungt-fólk-2007Komin er út skýrslan Ungt fólk 2007- Framhaldsskólanemar Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. Samanburður rannsókna frá 2000, 2004, og 2007.

Í þessari skýrslu gefur að líta niðurstöður rannsókna meðal framhaldsskólanema á Íslandi sem unnin var af Rannsóknum & greiningu að beiðni menntamálaráðuneytisins í októbermánuði árið 2007.

Í skýrslunni er athyglinni beint að samanburði við rannsóknirnar frá árunum 2000 og 2004, en líta má árannsóknina Ungt fólk 2007 sem beint framhald þeirra. Gögnin fyrir þessi ár bjóða því upp á að hægt sé að fylgjast með þróun margra þátta er snerta líf framhaldsskólanema yfir tíma. Á þann hátt hefur hér á landi verið byggður upp traustur þekkingargrunnur um ungt fólk á mótandi lífsskeiði.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta