Fornleifasjóður 2008
Stjórn fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2008. Sjóðurinn var stofnaður skv. 24. grein þjóðminjalaga nr. 107/2001. Fjárveitingar til sjóðsins í ár voru 25 milljónir króna. Alls bárust að þessu sinni 38 umsóknir að fjárhæð tæplega 74 milljónir króna.
Eftirtaldir aðilar fengu styrki: |
upphæð kr. |
Adolf Friðriksson. Leit að kumlum í sunnanverðum Borgarfirði. |
1.750.000 |
Albina H. Pálsdóttir. Uppgröftur á ruslahaug Miðbæjar í Flatey. |
470.000 |
Byggðasafn Skagfirðinga. Guðný Zoëga. Kirkjur í Skagafirði, framhaldsrannsókn. |
800 000 |
Fornleifafræðistofan. Bjarni F. Einarsson. Gröftur við landnámsminjar í Hólmi í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu. |
3.000.000 |
Fornleifafræðistofan. Kristján Mímisson. Rannsókn á rústum 17. aldar býlisins Búðarárbakka. |
2.000.000 |
Fornleifastofnun Íslands. Howell Magnús Roberts. Öskuhaugar á Möðruvöllum í Hörgárdal og víðar. |
1.500.000 |
Fornleifastofnun Íslands. Uggi Ævarsson. Björgunaruppgröftur / forkönnun á Hólsfjöllum í Öxarfjarðarhreppi. |
360.000 |
Fornleifastofnun Íslands og samstarfsaðilar. Garðar Guðmundsson o.fl. Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. |
3.500.000 |
Fornleifastofnun Íslands. Lilja Björk Pálsdóttir. Uppmæling mannvirkja á Gufuskálum. |
1.250.000 |
Hólarannsóknin. Ragnheiður Traustadóttir. Jarðfundnir gripir frá Hólum í Hjaltadal 2002-2007. |
1.000.000 |
Háskólinn á Hólum. Ragnheiður Traustadóttir. Kolkuóshöfn í Skagafirði. |
2.000.000 |
Skriðuklaustursrannsóknin. Steinunn Kristjánsdóttir. Rústir Skriðuklausturs Fljótsdal. |
2.500.000 |
Strandagaldur ses. Hvalveiðar útlendinga við Ísland. |
3.000.000 |