Hoppa yfir valmynd
20. maí 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkur til verklegs framhaldsnáms í Japan (MEXT)

Japanska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita MEXT styrk (á vegum menntamálaráðuneytis Japans) til verklegs framhaldsnáms í Japan.
Japanski fáninn

Japanska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita MEXT styrk (á vegum menntamálaráðuneytis Japans) til verklegs framhaldsnáms í Japan. Umsækjendur verða að vera fæddir milli 2. apríl 1987 og 1. apríl 1992 og hafa útskrifast úr framhaldsskóla í mars 2009. Styrkþegar fá eins árs undirbúningskennslu í japönsku, sem er innifalin í styrknum.

Menntamálaráðuneyti Japans greiðir flugfargjöld, skólagjöld og styrk til þriggja ára frá og með apríl 2009. Styrkþegar fá mánaðarlega greiðslu, um 134.000,- japönsk yen. Að 24 mánaða liðinni dvöl verður mánaðarleg greiðsla 126.000,- japönsk yen. (Upphæðir gætu breyst í samræmi við árleg fjárframlög til verkefnisins.)

Námsbrautir sem koma til greina eru m.a.
(1) Byggingaverkfræði (2) Arkítektúr (3) Rafmagnsverkfræði (4) Rafeindafræði (5) Fjarskipti (6) Næringarfræði (7) Uppeldisfræði (8) Skrifstofurekstur (9) Hótelstjórnun (10) Ferðamálafræði (11) Fatahönnun (12) Hönnun (13) Ljósmyndun (14) Annað

Umsækjendur þurfa að vera við góða heilsu og kunna eitthvað í japönsku eða alltént vera tilbúnir að leggja sig fram við að læra japönsku. Þar að auki þurfa þeir að vera tilbúnir til að leggja af stað, og koma til Japans milli 1. og 7. apríl 2009.

Sendiráð Japans mun, í samvinnu við menntamálaráðuneytið á Íslandi, sjá um fyrsta úrtak umsækjenda. Lokaákvörðun verður svo tekin af menntamálaráðurneyti Japans (MEXT).

Umsóknir þurfa að berast til Sendiráðs Japans, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, í síðasta lagi 18. júní 2008. Þeir umsækjendur sem koma til greina munu þreyta próf í ensku, stærðfræði og japönsku (til hliðsjónar) og verða boðaðir í viðtal til sendiráðsins í lok júní.

Umsóknir og frekari leiðbeiningar má nálgast á síðunni:
http://www.studyjapan.go.jp/en

Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá:
Sendiráði Japans á Íslandi
Sími: 510-8600
Fax: 510-8605
tölvupóstur: [email protected] (íslensku)
[email protected] (ensku)



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta