Hoppa yfir valmynd
20. maí 2008 Dómsmálaráðuneytið

Vegna fréttar í 24 stundum laugardaginn 17. maí um gjafsókn og nýja reglugerð um hana vill dóms- og kirkjumálaráðuneytið, að fram komi:

Aðgengi efnalítilla einstaklinga að dómstólum var ekki skert með breytingum á gjafsóknarákvæðum laga um meðferð einkamála árið 2005. Breytingin miðaði að því að skýra skilyrði til veitingar gjafsóknar og að gjafsókn ætti einkum að tryggja efnalitlum einstaklingum fjárstuðning úr ríkissjóði til þess að reka mál fyrir dómstólum.

Aðgengi efnalítilla einstaklinga að dómstólum var ekki skert með breytingum á gjafsóknarákvæðum laga um meðferð einkamála árið 2005. Breytingin miðaði að því að skýra skilyrði til veitingar gjafsóknar og að gjafsókn ætti einkum að tryggja efnalitlum einstaklingum fjárstuðning úr ríkissjóði til þess að reka mál fyrir dómstólum.

Lagabreytingin styrkti auk þess heimild dómsmálaráðherra til að setja skilyrði fyrir veitingu gjafsóknar í reglugerð. Var það gert hinn 23. janúar 2008 og þá sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu, þar sem sagði:

„Reglugerðin, sem byggist á því grundvallaratriði að efnalítið fólk geti leitað réttar síns fyrir dómstólum, leysir af hólmi reglugerð um starfshætti gjafsóknarnefndar frá árinu 2000. Í reglugerðinni er fjallað með fyllri hætti en áður um skilyrði gjafsóknar, hvenær nægilegt tilefni sé til veitingar gjafsóknar, þau atriði sem líta ber til við mat á fjárhagsstöðu umsækjanda og heimildir til takmörkunar á gjafsókn."

Tekjuviðmið í hinni nýju reglugerð eru hærri en viðmið eldri reglugerðar, en samkvæmt henni skyldi hafa hliðsjón af skattleysimörkum. Tekjuviðmið er ekki hið eina til skoðunar við mat á því, hvort veita eigi gjafsókn og er ekki heldur ófrávíkjanlegt skilyrði. Í sumum tilvikum er gjafsókn lögbundin og er þá ekki horft til tekna einstaklings, þegar réttur hans til gjafsóknar er metinn.

Mat á því hvort veita skuli gjafsókn er hjá gjafsóknarnefnd, en hún er skipuð þremur mönnum, einum frá ráðuneytinu, öðrum frá Lögmannafélagi Íslands og hinum þriðja frá Dómarafélagi Íslands. Hin nýja reglugerð var sett að höfðu samráði við nefndina. Dómsmálaráðuneytinu er einungis heimilt að veita gjafsókn, ef gjafsóknarnefnd mælir með því.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta