Hoppa yfir valmynd
21. maí 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Bréf til foreldra barna sem fædd eru árið 2002

Reykjavík 21. maí 2008

Kæru foreldrar/forráðamenn

Haustið 2008 hefst skólaganga flestra þeirra barna sem fædd eru á árinu 2002. Í huga barna er þetta
einn af merkisáföngunum í lífi þeirra. Mörg börn hlakka mikið til að læra að lesa og víst er að miklu
skiptir að börn nái sem bestum tökum á lestri. Hlutverk okkar foreldra í lestrarnáminu er svo mikilvægt
að við ættum að leggja okkur fram um að styðja ötullega við nám barna okkar og hvetja þau í hvívetna.

Meðfylgjandi er bæklingur sem ber heitið Það er gaman að lesa. Í honum er bent á mikilvægi lestrar
og þess að foreldrar lesi fyrir og með börnum sínum. Einnig er þar fjallað um þætti sem gott er að hafa
í huga í tengslum við lestrarnám barna. Fleiri hugmyndir tengdar lestrarnámi og heimalestri má finna á
vefnum lesvefurinn.khi.is en sá vefur er unninn af Kennaraháskóla Íslands fyrir menntamálaráðuneyti.

Ég hef ákveðið að senda foreldrum allra barna sem fædd eru árið 2002 þessar upplýsingar í von um að
það verði þeim hvatning til að styðja sem best við lestrarnám barna sinna.

Með von um að skólaganga barnsins verði árangursrík og skemmtileg.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta