Hoppa yfir valmynd
27. maí 2008 Matvælaráðuneytið

Viðskiptaráðherra Gíneu-Bissá heimsækir Ísland

Herry Mané og Björgvin G. SigurðssonÍ dag hefst fimm daga heimsókn Hr. Herry Mané, ráðherra viðskipta, ferðamála og handverks í Gíneu-Bissá til Íslands. Mané dvelur hér á landi dagana 27.-31. maí en viðskiptaráðherra Íslands, Björgvin G. Sigurðsson, sótti Gíneu-Bissá heim í mars sl. og er Mané að endurgjalda heimsókn þess fyrrnefnda.

Meðal þess sem Hr. Mané mun kynna sér hér á landi eru ferðaþjónusta, verslunarrekstur, orkuframleiðsla, landbúnaður og fjarskiptarekstur. Einnig er hér á landi á sama tíma hljómsveitin Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá sem heldur tvenna tónleika sem þáttur af Listahátíð í Reykjavík og mun hann sækja fyrri tónleika sveitarinnar.

Auk þess mun Mané eiga fund með viðskiptaráðherra og öðrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar um aukin samskipti ríkjanna.

Nánari upplýsingar veitir Hjálmar Blöndal Guðjónsson í síma 7705555.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta