Hoppa yfir valmynd
28. maí 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Ágóði álfasölu til unglingadeildar SÁÁ

Jóhanna Sigurðardóttir með fyrsta SÁÁ álfinn
Jóhanna Sigurðardóttir með fyrsta SÁÁ álfinn

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, keypti í morgun fyrsta álfinn í árlegri álfasölu SÁÁ. Allur ágóði af álfasölunni rennur til unglingadeildar SÁÁ á Vogi.

Álfasala SÁÁ hefur um árabil verið ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna. Árlega kemur fjöldi ungmenna til meðferðar hjá SÁÁ en sérstök unglingadeild hefur verið rekin á Vogi frá því í byrjun árs árið 2000. Auk meðferðar býður SÁÁ upp á félagslega samveru að lokinni meðferð til að styðja unglingana í því að halda sig frá vímuefnum. Verulegur hluti þessarar starfsemi er fjármagnaður með sjálfsaflafé samtakanna og er álfasalan einn stærsti þátturinn í þeirri fjáröflun.

„Það er afar mikilvægt að taka sem allra fyrst á vanda unglinga sem neyta áfengis- eða vímuefna. Fréttir undanfarnar vikur af afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu ungra mæðra hefur haft mikil áhrif á okkur öll og ég skora á fólk að taka nú vel á móti sölufólki SÁÁ um land allt“, sagði Jóhanna Sigurðardóttir.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta