Námsgagnasjóður
Hlutverk sjóðsins er að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augnamiði að tryggja val þeirra um námsgögn. Framlag til námsgagnasjóðs er ákveðið í fjárlögum ár hvert og menntamálaráðuneytið skipar námsgagnasjóði þriggja manna stjórn til fjögurra ára í senn.
Skv. samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga frá 5. október 2011, í tengslum við samkomulag sömu aðila um eflingu tónlistarnáms frá 13. maí 2011 var ákveðið að sveitarfélögin taki yfir fjármögnun og rekstur námsgagnasjóðs.
Umsýsla sjóðsins er á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.