Hoppa yfir valmynd
30. maí 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Aukin samvinna um alþjóðlega náttúruvernd

Við undirritun samkomulags um aukna samvinnu.
Við undirritun samkomulags um aukna samvinnu

Samkomulag hefur náðst um aukna samvinnu milli Samnings um líffræðilega fjölbreytni og Bernarsamningsins. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar og forseti Bernarsamningsins tók þátt í gerð samkomulagsins.

Samkomulagið var undirritað á níunda aðildarríkjafundi Samnings um líffræðilega fjölbreytni (CBD) sem haldinn er í Bonn og lýkur í dag.

Nær allar þjóðir heims eru aðilar að Samningnum um líffræðilega fjölbreytni. Með staðfestingu samningsins hafa ríkin gengist undir viðamiklar alþjóðlegar skuldbindingar sem lúta að verndun og sjálfbærri nýtingu lífríkisins og jafnframt undir skuldbindingar er lúta að sanngjarnri skiptingu hagnaðar af nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni.

Bernarsamningurinn er einn helsti samningur Evrópu á sviði náttúruverndar og undirstaða náttúruverndarlöggjafar margra Evrópuþjóða. Öll 47 aðildarríki Bernarsamningsins eru jafnframt aðilar að CBD, sem hefur 191 aðildarríki.

Aukin samvinna þessara aðila gerir þeim betur kleift að takast á við nýjar áskoranir og verkefni, svo sem loftslagsbreytingar, í viðleitni sinni til að ná settum markmiðum og stöðva rýrnun líffræðilegrar fjölbreytni.

Frétt Náttúrufræðistofnunar Íslands



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta