Hoppa yfir valmynd
30. maí 2008 Utanríkisráðuneytið

Fundur utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Höfða

Condoleezza Rice og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Condoleezza_Rice_og_Ingibjorg_Solrun_Gisladottir

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í dag fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í Höfða. Þetta er annar formlegur fundur þeirra á jafnmörgum mánuðum og ræddu ráðherrarnir ýmis mál sem áður hefur borið á góma, svo sem varnarsamstarf þjóðanna en Rice er fyrsti bandaríski utanríkisráðherrann sem heimsækir Ísland frá brottför bandaríska varnarliðsins árið 2006.

Þá ræddu þær hvernig styrkja mætti framgang kvenna og þá einkum kvenleiðtoga. Mun Ísland leggja til vefsetur til samtaka kvenleiðtoga, sem Rice kom á fót fyrir fáeinum árum. Af öðrum málum sem bar á góma má nefna Mið-Austurlönd, ályktun Alþingis um fangabúðirnar í Guantanamo og hvalveiðar.

Vinnuheimsókn Rice lauk svo á hádegisverðarboði Geirs H. Haarde forsætisráðherra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta