Rútuferðir á stofnhátíð Vatnajökulsþjóðgarðs
Efnt verður til stofnhátíðar Vatnajökulsþjóðgarðs á fjórum rekstrarsvæðum garðsins laugardaginn 7. júní kl. 15:00 - 17:00. Hátíðin fer fram í Gljúfrastofu í Jökulsárgljúfrum, á Skriðuklaustri í Fljótsdal, í Skaftafellsstofu í Skaftafelli og í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Boðið verður upp á skemmtiatriði og veitingar.
Rútuferðir á stofnhátíð Vatnajökulsþjóðgarðs verða með eftirfarandi hætti:
Vinsamlega athugið að gestir þurfa að bóka sig í rútuferðirnar fyrir 5. júní nk.
Frá Reykjavík; lagt verður upp frá Íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands við Háteigsveg kl. 9:00
Stoppað verður við Söluskála Olís á Hellu kl. 10:30 og teknir farþegar. Rútan stoppar á Kirkjubæjarklaustri og endar í Skaftafelli.
Til baka frá Skaftafelli kl. 18:00 með viðkomu á Kirkjubæjarklaustri kl. 19:00 og síðan Hellu og áætluð koma til Reykjavíkur við Íþróttahús KHÍ kl. 23.
Frá Akureyri; lagt upp frá Umferðarmiðstöð SBA á Akureyri kl. 12:00, stoppar á Húsavík við bensínstöð N1 kl. 13:30 og teknir farþegar og endar við Gljúfrastofu í Ásbyrgi.
Til baka frá Ásbyrgi kl. 18:00.
Frá Egilsstöðum; lagt upp frá Söluskála KHB kl. 14:00 að Skriðuklaustri.
Til baka kl. 18:00.