Hoppa yfir valmynd
3. júní 2008 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra situr fund kvenleiðtoga í Aþenu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók í dag þátt í kvenleiðtogafundi sem haldinn var í Aþenu í boði Doru Bakoyannis, utanríkisráðherra Grikkja. Fundinn, sem fjallaði um aukna þátttöku kvenna í viðskiptum í Mið-Austurlöndum, sóttu kvenutanríkisráðherrar, fulltrúar Evrópusambandsins, svo og leiðtogar í stjórnmála- og viðskiptalífi í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að stofna viðskiptaþróunarsjóð kvenna á svæðinu sem Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna mun annast umsýslu með, en nefndin hefur aðsetur í Beirút í Líbanon.

Frá Aþenu heldur utanríkisráðherra til Rómar þar sem hún situr leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um fæðuöryggi og matvælaverð í heiminum, auk þess sem hún mun funda með Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu og yfirmönnum alþjóðastofnana S.þ. í Róm.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta