Fundur utanríkisráðherra Íslands og Ítalíu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu ræddu m.a. mikilvægi þess að fullgilda tvísköttunarsamning landanna á fundi sem þau áttu í Róm í dag. Kvaðst Frattini myndu beita sér fyrir fullgildingu samningsins en Íslendingar hafa þegar fullgilt hann.
Önnur viðskiptamál landanna voru á dagskrá fundarins, auk þess sem ráðherrarnir ræddu framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og málefni EES og þróunarsjóðs EFTA.