Hoppa yfir valmynd
4. júní 2008 Dómsmálaráðuneytið

Þjónustumiðstöð í þágu íbúa á skjálftasvæðinu

Á fundi Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra með fulltrúum sveitarfélaganna Árborgar, Grafnings, Hveragerðis og Ölfuss og sýslumanninum á Selfossi þriðjudaginn 3. júní var formlega gengið frá því að stofna þjónustumiðstöð fyrir íbúa sveitarfélaganna og aðra vegna jarðskjálftanna 29. maí.

Við Þjónustmiðstöð vegna jarðaskjálftanna á Suðurlandi
Við þjónustumiðstöðina á Selfossi vegna jarðskjálftanna 29. maí.

Á fundi Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra með fulltrúum sveitarfélaganna Árborgar, Grafnings, Hveragerðis og Ölfuss og sýslumanninum á Selfossi þriðjudaginn 3. júní var formlega gengið frá því að stofna þjónustumiðstöð fyrir íbúa sveitarfélaganna og aðra vegna jarðskjálftanna 29. maí.

Starf undir merkjum þjónustumiðstöðvarinnar hófst þegar síðdegis föstudaginn 30. maí í Tryggvaskála á Selfossi og húsi Rauða krossins í Hveragerði. Hafa félagar í Rauða krossinum síðan veitt fjölmörgum íbúum á svæðinu aðstoð. Á fundinum lýstu fulltrúar sveitarfélaganna yfir mikilli ánægju með starf þjónustumiðstöðvarinnar en fjöldi fólks hefur leitað þar liðsinnis.


Ólafur Örn Haraldsson mun gegna starfi verkefnastjóra á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Hans hlutverk er að halda utan um starfsemi þjónustumiðstöðvarinnar og vera tengiliður á milli íbúanna og sveitarfélaganna á hamfarasvæðinu og ríkisvaldsins.

Þjónustumiðstöðin starfar á grunni 14. greinar nýrra almannavarnalaga þar sem segir, að ríkislögreglustjóra sé heimilt að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands. Markmiðið er að tryggja félagslega og fjárhagslega velferð og heilsu íbúa, og virkni samfélagsins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta