Hoppa yfir valmynd
5. júní 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntaþing 12. september 2008

Þann 29. maí samþykkti Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda.

Til skóla og hagsmunaaðila

Þann 29. maí samþykkti Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Í þessum lögum birtist heildstæð stefnumörkun um menntun íslenskra barna og unglinga allt frá leikskóla að háskóla.

Af því tilefni hef ég ákveðið að efna til Menntaþings föstudaginn 12. september 2008. Þingið verður haldið að Hótel Loftleiðum í Reykjavík og stendur frá kl. 9 til 16.
Markmið með Menntaþinginu er að skapa vettvang til þess að fjalla um nýja menntastefnu og hvernig henni verður hrundið í framkvæmd með innleiðingu laganna og nýjum námskrám.

Kynningar og umræður á Menntaþinginu munu höfða til kennara, nemenda og skólastjórnenda auk foreldra og annarra sem áhuga hafa á menntamálum. Á þinginu verða fyrirlestrar sem varða nýja menntastefnu og veita yfirsýn yfir helstu þætti hennar. Einnig verða málstofur um einstök málefni þar sem gert er ráð fyrir virkri þátttöku þinggesta.

Menntamálaráðuneyti vekur hér með athygli á Menntaþinginu og hvetur fulltrúa skóla og hagsmunaaðila til þátttöku. Dagskrá verður kynnt síðar.

Bent er á að nýju lögin verða innan skamms aðgengileg á vefsvæðinu ..... Þar verður einnig að finna ýmis önnur gögn sem tengjast Menntaþinginu og nýrri menntastefnu.


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta