Hoppa yfir valmynd
10. júní 2008 Innviðaráðuneytið

Breytingar á stjórn Flugstoða ohf.

Nokkrar breytingar urðu á stjórn Flugstoða ofh. á aðalfundi félagsins sem fram fór í síðustu viku. Fram kom á aðalfundinum að halli var á hefðbundnum rekstri en afkoma samstæðunnar var jákvæð.

Áfram sitja í stjórn Flugstoða ohf. þau Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður, Hilmar Baldursson og Arnbjörg Sveinsdóttir en úr stjórn viku Gunnar Finnsson og Sæunn Stefánsdóttir. Í stað þeirra taka Ásgeir Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir sæti í stjórninni.

Þá var ákveðið á aðalfundinum að fjölga varamönnum í fimm. Varamenn eru: Steindór Haraldsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Hreinn Pálsson, Áslaug Alfreðsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir.

Fram kom á aðalfundinum að unnið hefur verið að stefnumótun og að mikil aukning hafi verið í innanlandsflugi og umferð flugvéla í millilandaflugi um íslenska flugstjórnarsvæðið. Á þessu ári verður meðal annars unnið að því að útfæra stefnu félagsins, að öðlast varanleg starfsleyfi til reksturs flugvalla og flugleiðsöguþjónustu, gerð nýs þjónustusamnings við samgönguráðuneytið og undirbúa byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta