Hoppa yfir valmynd
11. júní 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Afmæli sjálfboðaliðastarfs á sviði náttúruverndar

Umhverfisstofnun fagnaði því nýlega að þrjátíu ár eru liðin frá heimsókn alþjóðlegra náttúruverndarsjálfboðaliða er hófu störf í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Í kjölfarið voru stofnuð Sjálfboðaliðasamtök um náttúrvernd hér á landi sem starfa enn í dag.

Í veislu sem Umhverfisstofnun hélt af þessu tilefni þakkaði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sjálfboðaliðum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og allra Íslendinga fyrir það óeigingjarna og mikilvæga starf er þeir hafa unnið hérlendis síðastliðna þrjá áratugi. Einnig vonaðist ráðherra eftir því að sjálfboðaliðastarfið héldi áfram að vaxa og dafna í framtíðinni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta