Hoppa yfir valmynd
12. júní 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Sveitarfélög og þjóðgarður fá Green Globe vottun

Green Globe
Green Globe

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi fengu nýlega Green Globe vottun. Snæfellsnes er fyrsta svæðið í Evrópu sem hlýtur þessa vottun. Umhverfisráðuneytið óskar sveitarfélögunum og þjóðgarðinum til hamingju með árangurinn.

Green Globe er alþjóðleg vottun fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og samfélög sem vilja vinna að sjálfbærri þróun. Vottunin tryggir umhverfisvæna starfshætti, auk þess að meta efnahags- og félagslega þætti. Vottunarkerfið á rætur í samþykktum Ríóráðstefnunnar 1992 og er því sprottið úr sama jarðvegi og Staðardagskrá 21.

Frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umfjöllun um Green Globe á heimasíðu Hólaskóla.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta