Hoppa yfir valmynd
13. júní 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samþykkt lög á vorþingi

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 12. júní 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á síðastliðnu vorþingi Alþingis voru afgreidd sem lög eftirfarandi tíu lagafrumvörp sem fjármálaráðherra lagði fram.

  • Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og fleiri lögum (breytingar á reglum um skattskyldu söluhagnaðar, stofnun sérstakrar starfseiningar innan skattkerfisins sem hafi með höndum umsýslu með skattamálum stórfyrirtækja)
  • Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og lögum nr. 86/2007, um skattlagningu kaupskipaútgerðar (hækkun persónuafsláttar, lækkun á tekjuskatti lögaðila, hækkun barnabóta, hækkun á eignarviðmiðunarmörkum vaxtabóta, breytingar á skattalegri meðferð á gengishagnaði og gengistapi)
  • Lög um breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald (niðurfelling stimpilgjalds af veðlánum sem gefin eru út til fjármögnunar fyrstu kaupa á íbúðarhúsnæði)
  • Lög um uppbót á eftirlaun (uppbót á eftirlaun til þeirra sem hafa engin eftirlaun úr lífeyrissjóði eða eftirlaun sem ekki ná 25.000 kr.)
  • Lög um endurskoðendur (ný heildarlög, innleiðing á EES-reglum)
  • Lög um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga (EES-reglur, endurskoðunarnefndir o.fl.)
  • Lög um breyting á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og breyting á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög (EES-reglur, rafræn skráning upplýsinga í hlutafélagaskrá)
  • Lög um breyting á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna (breytingar á starfsemi og fjármögnun Fasteignamats ríkisins)
  • Lög um heimild ríkissjóðs Íslands til sérstakrar lántöku á árinu 2008 (fjármálaráðherra heimilt að taka lán fyrir allt að 500 milljörðum króna eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt og endurlána Seðlabanka Íslands þann hluta sem tekinn verður að láni í erlendri mynt)

Lokafjárlög 2006

Á vorþinginu náðist ekki að afgreiða frumvarp fjármálaráðherra til laga um breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sem kveður á um að lífeyrissjóðum verði heimilt að taka þátt í skipulegum lánamarkaði með verðbréf, auk annarra smærri breytinga á lögunum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta