Hoppa yfir valmynd
16. júní 2008 Forsætisráðuneytið

Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlanda

Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag, mánudaginn 16. júní. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar er gestgjafi að þessu sinni og er fundurinn haldinn á Göta Kanal í Svíþjóð. Auk Geirs sitja fundinn Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samstarfið á Eystrasaltssvæðinu, hlutverk Norðurlanda í alþjóðlegri friðargæslu, auk málefna sem snerta ESB eru meðal atriða sem rædd verða á fundinum.

                                                                              Reykjavík 16. júní 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta