Hoppa yfir valmynd
18. júní 2008 Utanríkisráðuneytið

Aukin samvinna á sviði öryggis- og utanríkismála á Norðurlöndum




FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu


Nr. 50/2008

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hafa ákveðið að gerð verði óháð rannsókn á því hvernig þróa megi samstarf landanna í utanríkis- og öryggismálum á næstu 10-15 árum. Hefur Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, verið fenginn til að hafa umsjón með gerð rannsóknarinnar, sem á að vera lokið fyrir árslok.

Tilgangurinn með rannsókninni er að kanna með hvaða hætti styrkja megi samstarf Norðurlandanna til að takast á við utanríkis- og öryggistengd mál, á Norðurslóðum sem og annars staðar í heiminum. Norrænu utanríkisráðherrarnir benda á að norrænt samstarf hafi reynst vel þótt aðstæður breytist og því sé áhugi á að þróa það enn frekar.

Stoltenberg til aðstoðar við skýrslugerðina verður norrænn ráðgjafarhópur sem í munu eiga sæti tveir þátttakendur frá hverju Norðurlandanna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta