Hoppa yfir valmynd
18. júní 2008 Matvælaráðuneytið

Breyting á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa.

Breyting á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa.

Með lögum nr. 64/2008 hefur verið gerð breyting á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Í lögunum er kveðið á um breytingar á 15. gr. laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Breytingarnar felast í fyrsta lagi í því að nú er skýrt tekið fram í ákvæðinu að fyrsta málsgrein greinarinnar eigi eingöngu við verðbréf í íslenskum krónum. Í öðru lagi hefur verið bætt við ákvæðið nýrri málsgrein sem kveður á um öruggan farveg fyrir fullnaðaruppgjör viðskipta með verðbréf sem skráð eru í erlendri mynt. Þessi tilhögun er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins að fenginni umsögn Seðlabanka Íslands og uppfyllir jafngildar kröfur og lög nr. 90/1999 um öryggi greiðslufyrirmæla.

Breytingum þessum er ætlað að tryggja að tilhögun uppgjörs með verðbréf í erlendri mynt uppfylli ströngustu íslenskar og alþjóðlegar kröfur um öryggi greiðslufyrirmæla og greiðslukerfa og jafnframt að sá aðili sem er bakhjarl endanlegs greiðsluuppgjörs hafi öruggan aðgang að fjármunum í skráningargjaldmiðli verðbréfa þeirra sem um ræðir hverju sinni.

Lögin er hægt að sjá hér



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta