Fastafulltrúi undirritar aðildarskjal Albaníu og Króatíu að NATO
Þann 9. júlí sl. undirrituðu 26 fulltrúar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins aðildarskjal Albaníu og Króatíu. Fullgildingu þjóðþinga allra aðildarríkja bandalagsins þarf til að aðildin taki gildi, en ríkin tvö hefja strax þátttöku í fundum Norður-Atlantshafsráðsins og helstu nefndum bandalagsins sem áheyrnarfulltrúar. Þorsteinn Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, undirritaði skjalið fyrir hönd Íslands.