Vettvangsferð um Breiðafjörð
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra fylgdi Breiðafjarðarnefnd í vettvangsferð um Breiðafjörð fyrr í þessari viku. Í ferðinni var meðal annars komið við í Flatey, Svefneyjum og Hvallátrum. Breiðarfjarðarnefnd hefur það hlutverk að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um það sem lýtur að framkvæmd laga um vernd Breiðafjarðar.
Greint er frá ferð Breiðafjarðarnefndar í máli og myndum á heimasíðu nefndarinnar.