Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2008 Utanríkisráðuneytið

Loftferðasamningur við Mexíkó áritaður

Þann 11. júlí var áritaður í Mexíkóborg loftferðasamningur milli Íslands og Mexíkó. Samningurinn er fyrsti loftferðasamningur sem gerður er á milli ríkjanna og mun taka gildi við undirritun. 

 

Samninginn árituðu Benedikt Jónsson sendiherra fyrir Íslands hönd og Mr. Gilberto López Meyer flugmálastjóri Mexíkó fyrir hönd Mexíkó.  Í samninganefnd Íslands voru auk Benedikts þau Ástríður Scheving Thorsteinsson, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu og Lena Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Loftleiða-Icelandic.

 

Í samningnum felast grunn flugréttindi fyrir flugrekendur ríkjanna til áætlunarflugs til og frá ríki hvors annars. Samningurinn tekur til áætlunarflugs milli ríkjanna án takmarkana á fjölda áfangastaða, flutningsmagni og tíðni.  Samningurinn tekur til flugs til viðkomustaða handan áfangastaða í Mexíkó og á Íslandi að fengnu sérstöku samþykki beggja flugmálayfirvalda ríkjanna. 

 

Loftferðasamningur við Mexíkó styrkir möguleika íslenskra flugrekenda sem hafa sinnt og vilja sinna verkefnum í þessum heimshluta.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta