Hoppa yfir valmynd
17. júlí 2008 Matvælaráðuneytið

Landsmót hestamanna 2008

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tók virkan þátt í Landsmóti hestamanna og fylgdist ýtarlega með dagskrá mótsins. Þannig opnaði hann Hestatorgið sem öll samtök hestamanna auk landbúnaðarháskólanna og fræðasetra greinarinnar stóðu sameiginlega að en það var opnað fimmtudaginn 3. júli, síðan tók ráðherra þátt í hópreiðinni við setningu mótsins og að henni lokinni stóð ráðuneytið að móttöku með menntamálaráðuneytinu og Landsmóti ehf. Að þessu tilefni klæddist ráðherra nýjum hátíðarbúningi sem nefnd um það mál sem starfað hefur á vegum menntamálaráðuneytisins lét hanna.

Sunnudaginn 5. júlí afhenti ráðherra siðan Sleipnisbikarinn og hélt stutt ávarp að því tilefni.

06

Ávarp við opnun Hestatorgs

Afhending Sleipnisbikars - ávarp

Myndir frá hópreiðinni við setningu mótsins



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta