Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2008 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Gvæjana

Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, afhenti hinn 14. júlí forseta Gvæjönu (Guyana), hr. Bharrat Jagdeo, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Gvæjönu með aðsetur í New York. Hjálmar ræddi einnig við ráðherra í ríkisstjórn Gvæjönu og embættismenn um tvíhliða samskipti landanna, einkum möguleika á aukinni samvinnu á sviði sjávarútvegs.

Þá átti Hjálmar W. Hannesson ennfremur fund í höfuðstöðvum CARICOM, samtaka Karíbahafsríkja, sem eru staðsettar í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta