Hoppa yfir valmynd
11. ágúst 2008 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra heimsækir Ísafjörð

Möguleikar Vestfjarða sem þjónustumiðstöð fyrir atvinnustarfsemi og auðlindanýtingu á Austur-Grænlandi og ný störf á Ísafirði á vegum utanríkisráðuneytisins voru á meðal þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi við sveitastjórnarmenn á Vestfjörðum í heimsókn sinni til Ísafjarðar í dag.


Stofnaður hefur verið vinnuhópur sem í sitja fulltrúar frá Grænlandi og Íslandi til að kortleggja framtíðarsamstarfsmöguleika
landanna, til dæmis varðandi þjónustu í tengslum við málmvinnslu, olíuleit og -vinnslu á Austur-Grænlandi, svo og ferðaþjónustu. Í þeirri vinnu verður sérstaklega horft til Ísafjarðar.

Hefur utanríkisráðherra ákveðið, í samráði við Halldór Halldórsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að láta gera sérfræðiúttekt á möguleikum Ísafjarðar sem þjónustumiðstöðvar gagnvart Austur-Grænlandi. Vinnan verður kostuð til helminga af utanríkisráðuneytinu og Ísafjarðarbæ.

Þá skýrði Ingibjörg Sólrún frá því að utanríkisráðuneytið hyggst setja á fót útibú frá Þýðingarmiðstöð ráðuneytisins á Ísafirði með þremur stöðugildum.

Á fundum ráðherra og sveitarstjórnarmanna voru ennfremur rædd málefni Norðurslóða og auknar siglingar á svæðinu milli Íslands og Grænlands. Hafa yfirvöld í báðum löndum áhyggjur af aukinni slysahættu sem skapast með þessari miklu umferð.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta