Flutningar á sendiherrum
Eftirtaldir flutningar á sendiherrum urðu í byrjun ágúst:
Stefán Skjaldarson sendiherra Íslands í Ósló kom til starfa á Evrópuskrifstofu utanríkisráðuneytisins í Reykjavík
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra í Pretoríu tók við sem sendiherra Íslands í Ósló.
Guðmundur Eiríksson sendiherra fluttist frá alþjóða- og öryggissviði utanríkisráðuneytisins og tók við sem sendiherra Íslands í Pretoríu.
Þórður Ægir Óskarsson sendiherra í Tókýó fluttist til starfa á alþjóða- og öryggissviði utanríkisráðuneytisins í Reykjavík
Stefán Lárus Stefánsson fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg tók við sem sendiherra Íslands í Tókýó.
Elín Flygenring prótókollstjóri tók við sem fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg.
Helgi Ágústsson sendiherra á viðskiptasviði tók við starfi prótókollstjóra.
Um næstu mánaðamót mun Markús Örn Antonsson láta af störfum sendiherra Íslands í Ottawa og taka við störfum forstöðumanns Þjóðmenningarhúss. Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við sem sendiherra Íslands í Ottawa.