Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2008 Utanríkisráðuneytið

Flutningar á sendiherrum

Eftirtaldir flutningar á sendiherrum urðu í byrjun ágúst:

Stefán Skjaldarson sendiherra Íslands í Ósló kom til starfa á Evrópuskrifstofu utanríkisráðuneytisins í Reykjavík

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra í Pretoríu tók við sem sendiherra Íslands í Ósló.

Guðmundur Eiríksson sendiherra fluttist frá alþjóða- og öryggissviði utanríkisráðuneytisins og tók við sem sendiherra Íslands í Pretoríu.

Þórður Ægir Óskarsson sendiherra í Tókýó fluttist til starfa á alþjóða- og öryggissviði utanríkisráðuneytisins í Reykjavík

Stefán Lárus Stefánsson fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg tók við sem sendiherra Íslands í Tókýó.

Elín Flygenring prótókollstjóri tók við sem fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg.

Helgi Ágústsson sendiherra á viðskiptasviði tók við starfi prótókollstjóra.

Um næstu mánaðamót mun Markús Örn Antonsson láta af störfum sendiherra Íslands í Ottawa og taka við störfum forstöðumanns Þjóðmenningarhúss. Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við sem sendiherra Íslands í Ottawa.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta