Þrettán tilboð í fyrri áfanga Suðurstrandarvegar
Tilboðin voru sem hér segir:
Tilboðsgjafar | Upphæð |
---|---|
KNH ehf. Ísafirði | 697.939.220 |
Ingileifur Jónsson Reykjavik | 698.299.280 |
Heimir og Þorgeir hf. Kópavogi | 781.153.810 |
Klæðning ehf. Hafnarfirði | 796.000.000 |
Háfell ehf. Reykjavík | 798.373.900 |
Suðurverk hf. Kópavogi | 836.667.250 |
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða Selfossi | 870.000.000 |
Borgarvirki ehf. Spöng ehf. Kópavogi | 882.996.000 |
Borgarverk ehf. Borgarnesi | 925.639.000 |
Skagfirskir verktakar ehf. Sauðárkróki | 934.000.000 |
Íslenskir aðalverktakar Reykjavík | 941.463.068 |
Ístak hf. Reykjavík | 947.322.202 |
Loftorka ehf. Garðabæ | 984.607.980 |
Auk 33 km kafla vegarins snýst vegagerðin um gerð 2,3 km langar tengingar og smíði 12 m langrar steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíðarvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girðinga. Undirbyggingu á Krýsuvíkurvegi á að ljúka fyrir 1. júní á næsta ári og smíði nýrrar brúar á Vogsós skal lokið fyrir 15. september 2010. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. september 2011.
Gera má ráð fyrir að tvær til þrjár vikur taki að meta tilboðin áður en ákveðið verður hvaða tilboði verður tekið. Gert er ráð fyrir að síðari hluti Suðurstrandarvegar verði boðinn út með haustinu.
Þá bárust sjö tilboð í eftirlit með framkvæmdinni frá eftirtöldum aðilum:
Línuhönnun, Almennu verkfræðistofunni, VST verkfræðistofu, VSÓ ráðgjöf, Hnit verkfræðistofu, Fjölhönnun og Verkfræðistofu Árborgar. Tilboðsfjárhæð verður opinberuð á síðari opnunarfundi.