Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-júní 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrri helming ársins 2008 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 27,5 milljarða króna innan ársins, sem er 4,1 milljarði lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 7,5 milljörðum hærri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 22,9 milljarða króna. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 26 milljarða króna, sem er 66,3 milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–júní 2004-2008

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur
133.537
165.540
182.826
218.083
225.573
Greidd gjöld
136.937
151.887
153.160
175.411
198.325
Tekjujöfnuður
-3.401
13.653
29.666
42.672
27.248
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-
-
-
-
-
Breyting viðskiptahreyfinga
1.945
1.883
40
-11.057
222
Handbært fé frá rekstri
-1.456
15.536
29.706
31.615
27.470
Fjármunahreyfingar
1.903
10.379
-2.208
-71.961
-1.486
Hreinn lánsfjárjöfnuður
446
25.915
27.498
-40.346
25.984
Afborganir lána
-28.604
-30.002
-38.873
-32.201
-31.415
Innanlands
-3.601
-13.775
-24.100
-21.357
-15.854
Erlendis
-25.004
-16.227
-14.773
-10.844
-15.561
Greiðslur til LSR og LH
-3.750
-1.900
-1.980
-1.980
-1.980
Lánsfjárjöfnuður, brúttó
-31.908
-5.988
-13.355
-74.527
-7.411
Lántökur
34.778
9.579
16.246
46.612
62.319
Innanlands
11.226
5.305
8.146
43.278
62.319
Erlendis
23.552
4.274
8.100
3.334
-
Breyting á handbæru fé
2.870
3.591
2.890
-27.915
54.908


Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins námu rúmlega 225,5 ma.kr. sem er aukning um 7,6 ma.kr. frá sama tíma árið 2007 eða um 3,5% að nafnvirði. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 206 ma.kr. sem samsvarar 5,2% aukningu að nafnvirði á milli ára. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 7,8% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því dregist saman um 2,4% að raunvirði. Aðrar rekstrartekjur námu tæplega 17 ma.kr. og jukust um 16,4% frá sama tímabili í fyrra. Þar af er mest aukning í vaxtatekjum af skammtímalánum ríkissjóðs sem skýrist m.a. af því að innistæður ríkissjóðs eru meiri nú en í fyrra og vaxtastigið er hærra. Þá var eignasala ríkissjóðs rúmlega 2 ma.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins.

Skattar á tekjur og hagnað námu tæplega 85 ma.kr. sem er aukning um 9,6% frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga um 46 ma.kr. og jókst um 4,8% að nafnvirði á milli ára. Tekjuskattur lögaðila nam rúmlega 12,5 ma.kr. og jókst um 1,8% frá sama tíma árið áður. Skattur af fjármagnstekjum nam tæplega 26 ma.kr. og jókst um 24,5% að nafnvirði á milli ára en innheimta hans fer að langmestu leyti fram í janúar hvert ár. Innheimta eignarskatta nam rúmum 4 ma.kr. sem er samdráttur upp á 23% á milli ára. Stimpilgjöld, sem eru um 80% eignarskattanna, drógust saman um 878 milljónir króna á tímabilinu eða um 20,5%.

Innheimta almennra veltuskatta nam 92,5 ma.kr. á fyrri helmingi ársins og jókst um 2% að nafnvirði frá sama tíma árið áður en dróst hins vegar saman um 5,4% að raunvirði (miðað við hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis). Þegar horft er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunlækkun veltuskatta nú 5,6% en innheimta almennra veltuskatta gefur ágæta mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Virðisaukaskattur er stærsti hluti veltuskattanna og skilaði hann ríkissjóði rúmlega 65,5 ma.kr. á tímabilinu sem er 1,3% aukning að nafnvirði frá fyrstu sex mánuðum ársins 2007 en 6% raunlækkun. Virðisaukaskattur í júnímánuði einum dróst hins vegar saman að nafnvirði um 9,4% frá júnímánuði 2007. Þá nemur raunlækkun virðisaukaskatts 3,6% þegar litið er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal. Aðrir veltuskattar námu tæplega 27 ma.kr. frá janúar til júní, tæplega 1 ma.kr. meira en í fyrra. Þá námu tekjur vegna tolla og aðflutningsgjalda tæpum 3 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum tæpum 20,5 ma.kr. sem er aukning um annars vegar 28,9% og hins vegar 3,5% á milli ára.

Raunbreyting skatta á vöru og þjónustu

Greidd gjöld nema 198,3 milljörðum króna og hækka um 22,9 milljarða króna frá fyrra ári, eða um 13,1%. Mest hækkun milli ára er á liðunum efnahags- og atvinnumál 4,9 milljarðar króna eða 22,1% og munar þar mestu um 3 milljarða króna hækkun til samgöngumála á milli ára. Greiðslur til almennrar opinberrar þjónustu hækka um 4,8 milljarða króna eða 19,1% og til almannatrygginga- og velferðarmála um 4,3 milljarða króna eða 10,9%. Hlutfallslega er mest hækkun á liðnum varnarmál, en Ratsjárstofnun kemur inn sem ný stofnun undir þennan lið á þessu ári. Liðurinn Löggæsla, réttargæsla og öryggismál hækkar um 24,9% eða 2 milljarða króna og vegur þar þyngst Landhelgissjóður vegna smíði varðskips og liðurinn húsnæðis, skipulags og veitumál hækka um 19,5% milli ára og munar þar mestu um auknar fjárveitingar vegna leiguíbúða.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 7,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins, en var neikvæður um 74,5 milljarðar króna á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður nam 26 milljörðum króna janúar til júní, en var neikvæður um 40,3 milljarða króna fyrir sama tímabil á síðasta ári. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 milljarða króna kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 milljarða króna eiginfjárframlagi á síðasta ári.

Tekjur ríkissjóðs janúar-júní 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld 172.169 196.121 206.246 16,3 13,9 5,2
Skattar á tekjur og hagnað 65.047 77.264 84.719 33,5 18,8 9,6
Tekjuskattur einstaklinga 38.315 44.126 46.259 12,2 15,2 4,8
Tekjuskattur lögaðila 12.787 12.383 12.611 165,3 -3,2 1,8
Skattur á fjármagnstekjur 13.945 20.756 25.849 43,0 48,8 24,5
Eignarskattar 5.449 5.494 4.232 -27,3 0,8 -23,0
Skattar á vöru og þjónustu 81.743 90.767 92.541 9,8 11,0 2,0
Virðisaukaskattur 56.145 64.697 65.566 7,4 15,2 1,3
Vörugjöld af ökutækjum 5.879 4.736 5.424 14,8 -19,4 14,5
Vörugjöld af bensíni 4.265 4.334 4.281 9,7 1,6 -1,2
Skattar á olíu 2.903 3.278 3.471 11,5 12,9 5,9
Áfengisgjald og tóbaksgjald 5.338 5.615 5.668 4,1 5,2 0,9
Aðrir skattar á vöru og þjónustu 7.213 8.106 8.131 33,9 12,4 0,3
Tollar og aðflutningsgjöld 1.601 2.292 2.956 5,9 43,2 28,9
Aðrir skattar 375 513 1.321 11,1 37,0 157,3
Tryggingagjöld 17.955 19.790 20.477 15,3 10,2 3,5
Fjárframlög 306 470 207 30,9 53,6 -56,0
Aðrar tekjur 10.065 14.536 16.921 -40,8 44,4 16,4
Sala eigna 287 6.787 2.200 . . .
Tekjur alls 182.826 217.913 225.573 10,4 19,2 3,5


Gjöld ríkissjóðs janúar–júní 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta
20.689
24.999
29.772
20,8
19,1
Þar af vaxtagreiðslur
6.728
8.985
10.231
33,5
13,9
Varnarmál
266
309
846
16,2
173,8
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
6.979
7.998
9.992
14,6
24,9
Efnahags- og atvinnumál
19.038
22.326
27.268
17,3
22,1
Umhverfisvernd
1.679
1.783
1.900
6,2
6,6
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
204
221
264
8,3
19,5
Heilbrigðismál
41.176
45.572
49.557
10,7
8,7
Menningar-, íþrótta- og trúmál
6.855
8.120
8.845
18,5
8,9
Menntamál
18.219
20.563
22.420
12,9
9,1
Almannatryggingar og velferðarmál
33.617
38.996
43.270
16,0
10,9
Óregluleg útgjöld
4.440
4.523
4.193
1,9
-7,3
Gjöld alls
153.160
175.411
198.325
14,5
13,1




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta