Menntaþing 12. september
Menntamálaráðherra efnir til Menntaþings föstudaginn 12. september 2008. Þingið verður haldið í Reykjavík og stendur frá kl. 9 til 16. Þátttaka í Menntaþinginu er ókeypis og öllum opin.
Menntamálaráðherra efnir til Menntaþings föstudaginn 12. september 2008. Þingið verður haldið í Reykjavík og stendur frá kl. 9 til 16. Þátttaka í Menntaþinginu er ókeypis og öllum opin.
Þann 29. maí sl samþykkti Alþingi ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda. Til þess að skapa vettvang fyrir umræðu um hin nýju lög og framkvæmd þeirra hefur menntamálaráðherra ákveðið að efna til Menntaþings 2008 - málþings um nýja menntastefnu, sem haldið verður þann 12. september næstkomandi.
Kynningar og umræður á Menntaþinginu munu höfða til kennara, nemenda og skólastjórnenda auk foreldra og annarra sem áhuga hafa á menntamálum. Á þinginu verða fyrirlestrar sem varða nýja menntastefnu og veita yfirsýn yfir helstu þætti hennar auk málstofa um einstök málefni. Þarna mun því gefast gott tækifæri til að kynnast nýrri menntastefnu og ræða framkvæmd hennar.
Menntaþingið Haldið í Háskólabíói og Radisson SAS (Hótel Sögu) í Reykjavík. Þátttaka er ókeypis og öllum opin.
Dagskrá:
Tími |
Efni |
08:30-9:00 |
Móttaka ráðstefnugesta |
09:00-09:50 |
Ný menntastefna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Umræður |
9:50- 10:10 |
Kaffi |
10:10-11:10 |
Hlutverk kennarans á 21. öldinni Fyrirlesari: Catherine Lewis Umræður |
11:10-11:25 |
Kaffi |
11:25-12:20 |
Framkvæmd nýrrar menntastefnu - Málstofur Leikskóli |
12:20-13:00 |
Hádegisverðarhlé |
13:00-14:05 |
Ný menntastefna í alþjóðlegu samhengi Fyrirlesari: Jens Bjornavold Umræður |
14:05-14:30 |
Kaffi |
14:30-15:30 |
Málstofur |
|
|
15:30-16:00 |
Ráðstefnuslit Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra |
16:00-16:30 |
Léttar veitingar |