Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Norrænn ráðherrafundur um skógarmál

Við Selfoss
Við Selfoss

Dagana 18.-19. ágúst verður haldin hér á landi norræn ráðherraráðstefna um skógarmál með yfirskriftinni „Samkeppnishæf skógrækt á Norðurlöndum – Hvernig tökum við á loftslagsbreytingum og kröfu um vatnsgæði?“ . Að þessu sinni fara Svíar með formennsku í ráðherranefndinni en Íslendingar munu taka við því hlutverki á næsta ári. Gestgjafar ráðstefnunnar verða því báðir íslensku ráðherrarnir sem tengjast skógarmálum, þau Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt sænska landbúnaðarráðherranum Eskil Erlandsson.

Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast á heimasíðu Skógræktar ríkisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta