Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2008 Utanríkisráðuneytið

Fjárframlag og friðargæsluliði til Georgíu

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að leggja 3 milljónir króna til Rauða krossins vegna neyðarástands sem skapast hefur í Georgíu í kjölfar vopnaðra átaka sem þar brutust út fyrir viku síðan. Þá mun ráðuneytið senda íslenskan friðargæsluliða, Ólöfu Magnúsdóttur, til starfa hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í Georgíu.

Ólöf mun starfa á skrifstofu Barnahjálparinnar í höfuðborginni Tblisi, vinna úr upplýsingum sem berast frá staðarráðnum starfsmönnum og miðla til höfuðstöðva UNICEF og framlagsþjóða. Gert er ráð fyrir að Ólöf haldi til Georgíu á allra næstu dögum og dvelji í að minnsta kosti einn mánuð.

Í samstarfi við Barnahjálp SÞ hefur verið unnið að skipulagningu viðbragðslista fjölmiðlafólks sem hægt er að kalla til með skömmum fyrirvara í styttri verkefni þegar neyðarástand skapast eða þegar sérstakur skortur er á starfsfólki á sviði upplýsingamála. Er för Ólafar til Georgíu hluti þessa samstarfs.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta