Neyðarkort fyrir konur sem sæta ofbeldi
Gefið hefur verið út neyðarkortið Við hjálpum, ætlað konum í nánum samböndum sem sæta ofbeldi og þurfa að leita sér hjálpar. Að útgáfu kortsins stendur samráðsnefnd félags- og tryggingamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en nefndin hefur með höndum að hrinda í framkvæmd áætlun um aðgerðir vegna ofbeldis gegn konum í nánum samböndum.
Upplýsingar á kortinu, sem er á stærð við nafnspjald, eru á fimm tungumálum, þ.e. íslensku, ensku, pólsku, rússnesku og taílensku. Fyrirsögn kortsins er „Við hjálpum“ og þar eru birt símanúmer Neyðarlínu, Kvennaathvarfsins, Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Hjálparsíma Rauða kross Íslands.
Kortin verða send víðs vegar um landið, á heilsugæslustöðvar, félagsþjónustu sveitarfélaga, félagsmiðstöðvar, í sundlaugar, á bókasöfn og svæðisskrifstofur málefna fatlaðra.
Hjálpum þeim neyðarkortið (PDF, 234KB)
Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis (PDF, 239KB)