Euronews 18, fréttabréf Evrópumiðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu
Hjálagt er nýjasta fréttabréf Evrópumiðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu (The European Agency for Development in Special Needs Education), EuroNews nr. 18, sem gefið hefur verið út á þjóðtungum allra þeirra landa sem aðild eiga að miðstöðinni.
Þetta tölublað EuroNews er helgað efni og myndum frá þingi ungs fólks með sérþarfir frá 29 Evrópulöndum sem haldið var í Portúgal. Ungar raddir: Til móts við fjölbreytni meðal nemenda.
Þess er vænst að fréttabréfið verði kynnt í stofnun yðar eða samtökum.
Einnig er bent á vefsíðu Evrópumiðstöðvarinnar en þar er aðgengilegt margs konar efni um sérkennslumál í Evrópu, alls konar samantektir og skýrslur ásamt upplýsingum um sérkennslumál í einstökum Evrópulöndum www.european-agency.org.
Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari Borgarholtsskóla er sérstakur samstarfsaðili Evrópumiðstöðvarinnar fyrir Íslands hönd. Fyrirspurnum skal beint til hennar í netfangið: [email protected]