Heimsóknir forsætisráðherra til Albaníu og Grikklands
Geir H. Haarde, forsætisráðherra fer í opinbera heimsókn til Albaníu dagana 25. – 27. ágúst nk. Þar mun hann eiga fundi með Bamir Topi, forseta, Sali Berisha, forsætisráðherra, og Jozefina Topalli, forseta þingsins, auk þess sem hann heimsækir skrifstofu Actavis í Tírana. Heimsóknin fylgir í kjölfar komu forsætisráðherra Albaníu til Íslands í fyrra og er m.a. ætluð til að styðja íslensk fyrirtæki sem hafa eða hyggja á starfsemi í landinu. Forsætisráðherra fer síðan í opinbera heimsókn til Grikklands dagana 27. – 29. ágúst nk., þar sem hann mun m.a. funda með Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, og ávarpa ráðstefnu um reynslu Íslendinga af nýtingu jarðhita.
Reykjavík 25. ágúst 2008