Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2008 Utanríkisráðuneytið

Um 3.000 manns heimsóttu utanríkisráðuneytið á opnu húsi

Um þrjú þúsund manns heimsóttu utanríkisráðuneytið á opnu húsi sem haldið var 23. ágúst. Aðsóknin fór fram úr björtustu vonum en þetta er í fyrsta sinn sem ráðuneyti opnar dyr sínar almenningi hérlendis.


Sýningar á verkum listamanna sem sýnt hafa á Feneyjatvíæringnum og ljósmyndir Páls Stefánssonar vöktu mikla athygli, en gestir voru þó ekki síður áhugasamir um starfsemi ráðuneytisins og spurðu margs. Það átti ekki síst við um beint samband við fastanefnd Íslands í New York, þar sem starfsfólk sat fyrir svörum með heimsborgina í baksýn og ræddi allt frá heimsmálum til handbolta, en íslenska landsliðið í handbolta prýddi forsíðu New York Times þennan sama dag.


Fjölmargir lögðu leið sína á skrifstofu framboðs Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og kusu eigið öryggisráð. Þá kom fjöldi fólks við á sýningu Íslensku friðargæslunnar þar sem hægt var að prófa og skoða ýmsan búnað og kynnti sér Borgaraþjónustuna, sem aðstoðar íslenska ríkisborgara erlendis, svo fátt eitt sé nefnt. Margir höfðu á orði að þeir sæu starfsemi utanríkisþjónustunnar í öðru ljósi eftir heimsóknina.


Starfsfólk utanríksráðuneytisins þakkar öllum þeim sem heimsóttu ráðuneytið kærlega fyrir komuna og áhugann .

Smellið á myndirnar til að birta þær í fullri stærð.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta